Reglur Kynjakatta um örmerkingar
Reglur þessar öðlast gildi frá og með 1. júlí 2006.
Dagsetning gildistöku: 17. janúar 2006.
1. gr.
Við 2. gr reglna Kynjakatta um útgáfu ættbóka skal bætast svohljóðandi málsgrein:
„Á umsóknareyðublaði skal tilgreina staðlað og einstakt örmerki allra kettlinga sem fæddir eru eftir 1. júlí 2006 og skal fylgja umsókninni staðfesging dýralæknis um að kettlingarnir hafi verið örmerktir.“
2. gr.
1. málsgrein 3. gr. reglna Kynjakatta um útgáfu ættbóka skal hljóða svo:
„Ræktunarráði er heimilt að hafna umsókn um ættbækur ef ekki eru gefnar fullnægjandi upplýsingar samkvæmt umsóknareyðublaði, ef tilskilin vottorð vantar, ef ekki eru tilgreind stöðluð og einstök örmerki foreldra gots eða ef upplýsingar á ættbókarbeiðni standast ekki gildandi lögmál um erfðafræði katta.“
3. gr.
1. málsgrein 8. gr. reglna Kynjakatta um útgáfu ættbóka skal hljóða svo:
„Við skráningu innfluttra katta skal eigandi senda Ræktunarráði KKÍ frumrit ættbókar kattarins, upplýsingar um staðlað og er einstakt örmerki kattarins, staðfestingu frá kattarfélagi því sem kötturinn var skráður hjá um að vera skráður eigandi og staðfestingu á að kötturinn hafi verið fluttur löglega til landsins.“