Aðalfundur 2013

Aðalfundi Kynjakatta, kattaræktunarfélags Íslands er lokið.

Samþykkt var að halda framhaldsaðalfund til að taka ákvörðun um eftirfarandi málefni:

Lagabreytingar (tillaga birt eins fljótt og auðið er, stjórn vill uppfæra hana aftur)
Skipun aganefndar

AÐALFUNDUR
18.05.2013

Aðalfundur samþykkir Vigdísi Andersen sem fundarritara og Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra.

1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.

Jón Magnússon: Gerði grein fyrir störfum Aganefndar.
Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir: Gerði grein fyrir störfum Ritnefndar.
Sigríður Rósa Snorradóttir: Gerði grein fyrir störfum Auglýsinganefndar.
Hörn Ragnarsdóttir: Gerði grein fyrir störfum Sýningarnefndar.

2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.

Guðbjörg Guðmundsdóttir las skýrslu ræktunarráðs.

3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.

Vigdís Andersen las skýrslu stjórnar.

4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

Reikningar einróma samþykktir.
Smellið hér til að sækja árskýrsluna 2012.

5. Ákvörðun félagsgjalda.

Samþykkt viðbót við lög KKÍ. Kafli IV, 49.gr.
Sjá lög og reglur Kynjakatta.

6. Lagabreytingar

Stjórn Kynjakatta lagði fram tillögu að lagabreytingum sem samþykkt var að taka upp á framhaldsfundi.

7. Kosningar til stjórnar.

Allir í framboði voru kjörnir til tveggja ára með a.m.k. 2/3 atkvæða aðalfundar.
Til formanns: Vigdís Andersen
Til gjaldkera: Anna María Moestrup
Til ritara: Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir

8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.

Aðalfundur samþykkti einróma eftir farandi aðlila:
Kristín Ívarsdóttir
Sigríður Rósa Snorradóttir
Til vara: Hildur Dís Kristjánsdóttir

9. Kosning þriggja félagsmanna í aganefnd og tveggja til vara

Aðalfundur samþykkti með a.m.k. 2/3 atkvæða að taka þetta mál upp á framhaldsfundi.
Áhugasamir um að starfa í aganefnd næstu þrjú árin eru:
Anna Sigríður Sigurðardóttir
Ármann Þór Sveinsson
Guðbjörg Hermannsdóttir
 Hrefna Björk Jónsdóttir
Jón Magnússon
Rósa Jónsdóttir
Sverrir Ragnar Arngrímsson

10. Æskulýðsstarfsemi Kynjakatta

Margrét Bára Magnúsdóttir kynnti hugmyndir sínar fyrir æskulýðsstarfi Kynjakatta.
Aðalfundur samþykkti að vísa málinu til stjórnar til útfærslu.

11. Stigahæðstu kettirnir, ræktunardýr og ræktendur 2012 heiðraðir.

Ekki voru afhenntar viðurkenningarnar á þessum fundi, en þær verður hægt að nálgast á framhaldfundinum ásamt því að við heiðrum eigendur þessara katta á sama tíma.
Smellið hér til að sjá hverjir eru stigahæðstir 2012.

12. Önnur mál

Auglýst er eftir sjálfboðaliða í auglýsinganefnd.
Auglýst er eftir sjálfboðaliða sem vill taka að sér ritstjórn blaðsins.
Beint er til stjórnar hugmyndum að fjáröflun.

Beint er til stjórnar að spara dómarakostnað með að panta aðeins 3 dómara.
- Stjórn tekur fram að það sé í ferli, og að fyrir síðustu sýningu hafi upphaflega aðeins verið 3 pantaðir.


Beint er til stjórnar hvort skref til að auka húsketti í félaginu væri komið í ferli.
- Stjórn tekur fram að það sé enn á hugmyndastigi.

Beint er til stjórnar að sýna kurteisi þegar félagsmenn koma með mál upp til þeirra.
- Stjórn tekur fram að það sé ætlunin. En vil einnig benda á að kurteisi skuli sýna á báða vegu.

Fundarstjóri slítur fundi.