Aðalfundur 2014
Aðalfundur Kynjakatta fór fram laugardaginn 24. maí síðastliðinn á Kaffi Reykjavík. Fundarstjóri var Guðbjörg Guðmundsdóttir og fundarritari Vigdís Andersen.
1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
Aganefnd: Enginn á vegum aganefndar sat fundinum.
Auglýsinganefnd: Sigríður Rósa Snorradóttir, auglýsingastýra gerði grein fyrir störfum auglýsinganefndar.
Ritnefnd: Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir, fulltrúi stjórnar gerði grein fyrir störfum ritnefndar.
Sýningarnefnd: Hörn Ragnarsdóttir, sýningarstjóri gerði grein fyrir störfum sýningarnefndar.
2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, varaformaður og fulltrúi stjórnar í ræktunarráði las upp skýrslu ræktunarráðs.
3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
Vigdís Andersen, formaður las skýrslu stjórnar.
4. Stjórn félagsins lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins.
Guðný Ólafsdóttir, gjaldkeri fór yfir ársreiking Kynjakatta 2013 sem var unnin af Nönnu Marínódóttur. Skýrslan var einróma samþykkt.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
Meiri hluti aðalfundar kaus að halda félagsgjöldum óbreyttum.
6. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
7. Kosningar til stjórnar.
Allir í framboði voru samþykktir til tveggja ára með a.m.k. 2/3 atkvæða aðalfundar:
Til varaformanns: Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Til gjaldkera: Guðný Ólafsdóttir,
Til ritara: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir,
Til sýningarstjóra: Hörn Ragnarsdóttir.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
Rögnvaldur Rögnvaldsson.
Sigríður Rósa Snorradóttir.
Til vara: Kolbrún Gestsdóttir.
10. Stigahæðstu kettirnir
Vegna óviðráðanlegra heimilisástæðna formanns var ekki hægt að fara yfir tölur síðasta árs. Þetta verður tekið upp aftur þegar aðstæður leyfa.
11. Önnur mál.
Félagsgjöld rædd ásamt útgáfu Kynjakattablaðsins og töf á útsendingu þess. Nýr ritstjóri Kynjakattablaðsins verður Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir.
Fundarstjóri sleit fundi kl. 18:04.