Aðalfundur Kynjakatta 2025

13. mars 2025

Aðalfundur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 13:00 í fundarsal Eignaumsjónar,
að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið er inn um merktar dyr á suðurhlið bakhússins frá efra bílastæði, þar sem eru næg bílastæði)
Á fundinum verður farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.


Kosið verður í eftirfarandi stöður:
- Formaður Kynjakatta
- Tvær stöður gjaldkera
- Ritari

Í framboði til stjórnar eru:










Athugið að aðeins félagsmenn sem sækja aðalfund hafa kosningarétt. Fullgildir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2025 geta óskað eftir að greiða utankjörstaðaatkvæði.
Vinsamlegst hafið samband við Laufey Rún laufeyrun@kynjakettir.is 
ef þið viljið senda inn atkvæði og fáið seðil og upplýsingar um hvert á að senda hann og hvernig en þar sem það er frídagur á fimmtudag þá þarf að setja atkvæðið í póst eða koma því á sinn stað í síðasta lagi miðvikudaginn 23.apríl til þess að það berist fyrir til okkar fyrir fund.
 
Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!
 
Bestu kveðjur, 
Stjórnin