Aðalfundur Kynjakatta 2025

13. mars 2025

Aðalfundur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands fór fram laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 13:00 í fundarsal Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík.
  • Á fundinum var farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.
    22 félagsmenn mættu á fundinn og sex utankjörfundaratkvæði bárust. Kosið var í fjórar stöður í stjórn Kynjakatta. 

    Helga Karlsdóttir var kjörin formaður Kynjakatta og tekur hún við af Sigurði Ara Tryggvasyni fráfarandi formanni.

    Elín Arnardóttir og Íris Ebba Ajayi voru kjörnar sem gjaldkerar og taka þær við af Ósk Hilmarsdóttir og Thelmu Stefánsdóttir fráfarandi gjaldkerum.

    Hanna María Ástvaldsdóttir var kjörinn ritari og tekur hún við af Laufeyju Hansen fráfarandi ritara.

  • Fundargerð frá aðalfundi 2025 er komin inn á vefsíðuna, https://kynjakettir.is/felagid/adalfundir-felagsins

Við þökkum fyrir góðan fund og vonum að þið hafið það gott í sumar :-) 

Bestu kveðjur, stjórnin