Aðalfundur 2025

13. mars 2025

Aðalfundur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 13:00 í fundarsal Eignaumsjónar,
að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið er inn um merktar dyr á suðurhlið bakhússins frá efra bílastæði, þar sem eru næg bílastæði)
Á fundinum verður farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.

Kosið verður í eftirfarandi stöður:
- Formaður Kynjakatta
- Tvær stöður gjaldkera
- Ritari
 
Áhugasamir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn með því að senda skriflegt erindi á stjorn@kynjakettir.is og taka fram hvaða stöðu er verið að bjóða sig fram í, segja stuttlega frá sér og áhuga á stöðunni sem viðkomandi sækist eftir. Félagsmönnum er einnig velkomið að hafa samband við stjórn félagsins ef þeir hafa áhuga á taka þátt í nefndum innan félagsins.
https://kynjakettir.is/felagid/log-og-reglur/3-log-kynjakatta-kattaraektarfelags-islands

Athugið að aðeins félagsmenn sem sækja aðalfund hafa kosningarétt. Fullgildir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2025 geta óskað eftir að greiða utankjörstaðaatkvæði. Slíkum atkvæðum skal skilað til félagsins skriflega á stjorn@kynjakettir.is í síðasta lagi tveimur dögum fyrir aðalfund.
 
Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!
 
Bestu kveðjur, 
Stjórnin