Fréttir og tilkynningar

13 mars 2025

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 13:00 í fundarsal Eignaumsjónar,
að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið er inn um merktar dyr á suðurhlið bakhússins frá efra bílastæði, þar sem eru næg bílastæði)
Á fundinum verður farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.

Kosið verður í eftirfarandi stöður:
- Formaður Kynjakatta
- Tvær stöður gjaldkera
- Ritari
 
Áhugasamir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn með því að senda skriflegt erindi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og taka fram hvaða stöðu er verið að bjóða sig fram í, segja stuttlega frá sér og áhuga á stöðunni sem viðkomandi sækist eftir. Félagsmönnum er einnig velkomið að hafa samband við stjórn félagsins ef þeir hafa áhuga á taka þátt í nefndum innan félagsins.
https://kynjakettir.is/felagid/log-og-reglur/3-log-kynjakatta-kattaraektarfelags-islands

Athugið að aðeins félagsmenn sem sækja aðalfund hafa kosningarétt. Fullgildir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2025 geta óskað eftir að greiða utankjörstaðaatkvæði. Slíkum atkvæðum skal skilað til félagsins skriflega á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi tveimur dögum fyrir aðalfund.
 
Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!
 
Bestu kveðjur, 
Stjórnin

9 febrúar 2025

Vorsýningar Kynjakatta 2025

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Nú er búið að loka fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 8. og 9. mars 2025 í Reiðhöllinni í Víðidal og búið að skrá rúmalega 160 ketti sem gerir þetta fyrstu fjögurra dómara sýningarnar okkar síðan haustsýningarnar 2008 voru haldnar í skugga bankahruns.
Rétt er að minna á gátlistan okkar og undirbúning fyrir sýningar en sérstaklega þarf að passa upp á að bólusetning sé í gildi og ekki yngri en 15 daga þann 8.mars.

Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Búið er að stofna kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum árið 2025. Við minnum á að þau sem ætla að taka þátt í sýningunni verða að hafa greitt félagsgjaldið.

Dómarar á vorsýningum verða:

Alexey Shchukin frá Hollandi, All breed
Jørgen Billing frá Danmörku, All breed
Lone Lund frá Danmörku, All breed
Thea Friškovec-Keller frá Sviss, All breed



Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta

16 desember 2024

Gleðileg jól 2024

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum árið sem er að líða.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Loðið jólaknús og gangi ykkur vel með tréið.

Kær kveðja
Sigurður
Formaður Kynjakatta

En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót.Sjá nánar.

Nánar...

9 september 2024

Haustsýningar 2024

Góðir félagar

ATH! búið að loka fyrir skráningu á sýningar og 133 kettir skráðir.

Það styttist í haustsýningar og vissara að fara að taka frá helgina 5.- 6.október.
Við minnum á að ganga frá greiðslum á sýningargjöldum sem fyrst og líta yfir gátlistann okkar fyrir sýningu,
sérstaklega athuga dagsetningu á bólusetningum því ef þær eru útrunnar þá er síðasti séns til að bólusetja 21.september.

Dómararnir okkar í þetta sinn verða:
Carin Sahlberg frá Finnlandi
Glenn Sjöbom frá Svíþjóð
Helene Lis frá Svíþjóð


Kær kveðja
Sigurður

23 mars 2024

Aðalfundur 2024