Fréttir og tilkynningar

9 febrúar 2025

Vorsýningar Kynjakatta 2025

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Nú er búið að loka fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 8. og 9. mars 2025 í Reiðhöllinni í Víðidal og búið að skrá rúmalega 160 ketti sem gerir þetta fyrstu fjögurra dómara sýningarnar okkar síðan haustsýningarnar 2008 voru haldnar í skugga bankahruns.
Rétt er að minna á gátlistan okkar og undirbúning fyrir sýningar en sérstaklega þarf að passa upp á að bólusetning sé í gildi og ekki yngri en 15 daga þann 8.mars.

Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Búið er að stofna kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum árið 2025. Við minnum á að þau sem ætla að taka þátt í sýningunni verða að hafa greitt félagsgjaldið.

Dómarar á vorsýningum verða:

Alexey Shchukin frá Hollandi, All breed
Jørgen Billing frá Danmörku, All breed
Lone Lund frá Danmörku, All breed
Thea Friškovec-Keller frá Sviss, All breed



Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta

16 desember 2024

Gleðileg jól 2024

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum árið sem er að líða.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Loðið jólaknús og gangi ykkur vel með tréið.

Kær kveðja
Sigurður
Formaður Kynjakatta

En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót.Sjá nánar.

Nánar...

9 september 2024

Haustsýningar 2024

Góðir félagar

ATH! búið að loka fyrir skráningu á sýningar og 133 kettir skráðir.

Það styttist í haustsýningar og vissara að fara að taka frá helgina 5.- 6.október.
Við minnum á að ganga frá greiðslum á sýningargjöldum sem fyrst og líta yfir gátlistann okkar fyrir sýningu,
sérstaklega athuga dagsetningu á bólusetningum því ef þær eru útrunnar þá er síðasti séns til að bólusetja 21.september.

Dómararnir okkar í þetta sinn verða:
Carin Sahlberg frá Finnlandi
Glenn Sjöbom frá Svíþjóð
Helene Lis frá Svíþjóð


Kær kveðja
Sigurður

23 mars 2024

Aðalfundur 2024

10 febrúar 2024

Vorsýningar 2024

Vorsýningar 2024

Vorsýningar Kynjakatta verða 9. og 10. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og áður.

Þemað verður "CARNIVAL (Rio de janeiro)"

Lokað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og voru 127 kettir skráðir í þetta sinn.
Minnum sýnendur að ganga frá greiðslu á sýningargjöldum sem fyrst og einnig greiða félagsgjöldin fyrir 2024 sem ættu að hafa borist í heimabanka núna.

Dómarar í þetta sinn eru:
Caroline Stoa frá Noregi
Marteinn Tausen frá Íslandi
Aliosha Romero frá Íslandi
Magdalena Kudra frá Póllandi


Kveðja
Stjórn Kynjakatta




Gátlisti fyrir sýningar.


Nánar...